Skilmálar Golfstöðvarinnar


1. Almennt

Golfstöðin er sjálfsafgreiðslustöð sem býður upp á aðstöðu og búnað til æfinga í golfhermum. Rekstur Golfstöðvarinnar er í eigu Metnaðar ehf. kt. 610420-1920, hér eftir í texta vísað til sem Golfstöðin.


Öll viðskipti og þjónusta er háð eftirfarandi skilmálum. Eftirfarandi skilmálar kveða m.a. á um réttindi og skyldur iðkanda og eru kaupendur því hvattir til þess að lesa þá gaumgæfilega yfir áður en gengið er frá greiðslu! Skilmálar þessir eru í gildi frá staðfestingu kaupa.


Vinsamlegast athugið að sé kaupandi undir 18 ára aldri er þess krafist að forráðamenn hans kynni sér einnig eftirfarandi skilmála og skrái viðkomandi.


Aldurstakmark í Golfstöðina er 18 ár, en þó er ábyrgum aðilum 18 ára og eldri heimilt að taka með sér yngri gesti.


Með kaupum á hverskyns vöru eða þjónustu eða skráningu í áskrift samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.


2. Skyldur Golfstöðvarinnar

Golfstöðin skuldbindur sig til þess að hafa stöðina tilbúna til notkunar á bókuðum tíma viðkomandi og þannig að notandi geti gengið inn með aðgangskóða.

Golfstöðin býður gestum sínum upp á góðar aðstæður til æfinga og tæknibúnað sem er í góðu ástandi. Ef eitthvað vantar uppá eru iðkendur beðnir um að hafa strax samband á netfangið golfstodin@golfstodin.is eða hringja í síma 497-3777 á opnunartíma stöðvarinnar.


3. Skyldur kaupanda/iðkanda/ábyrgðaraðila tíma


Með kaupum á tíma staðfestir viðkomandi að honum og hans gestum sé óhætt að stunda æfingar í Golfstöðinni og sé með því ekki að stofna heilsu sinni eða gesta sinna í hættu. Allar æfingar innan stöðvarinnar eru iðkaðar á ábyrgð kaupanda, hvort heldur hans eigin æfingar eða gesta og ber Golfstöðin ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum iðkenda í stöðinni, hvort heldur er um að ræða greiðanda og ábyrgðarmann eða gesti hans, eða þeirra búnað. Með kaupum þessum er Golfstöðin firrt allri ábyrgð af slysum eða meiðslum, nema ef hægt er að sanna að slys eða meiðsl megi rekja með beinum hætti til vanrækslu eða mistaka starfsmanns eða stjórnenda Golfstöðvarinnar.


Iðkendur stunda sínar æfingar án þess að þjálfari sé til staðar í stöðinni. Vegna þessa er rík áhersla lögð á að iðkendur þurfa sjálfir að hafa aflað sér þjálfunar og þekkingar til þess að leggja stund á æfingar í golfhermum. Golfstöðin ber ekki ábyrgð á að kenna gestum að nota búnað eða tæki í stöðinni. Engu að síður er iðkanda velkomið að fá ábendingar um þjálfun fyrirfram með því að senda póst á
golfstodin@golfstodin.is eða hringja í síma 497-3777 á opnunartíma stöðvarinnar.


Iðkandi er hvattur til þess að hlusta vel á líkama sinn og hætta æfingum ef hún veldur óþægindum eða verkjum. Einnig ef iðkandi hefur sögu um meiðsl eða önnur heilsufarsvandamál er hann hvattur til þess að ráðfæra sig við lækni til að tryggja að hann geti tekið þátt í æfingum á eigin ábyrgð í Golfstöðinni. 


Með skilmálum þessum samþykkir iðkandi að nota aðgangsstýringarkerfi Golfstöðvarinnar eins og það er á hverjum tíma (nú sjálfvirk hurðaropnum sem opnast við innslátt 6 stafa talnakóða).


Ítrekað er að börn, rétt eins og aðrir gestir, eru alfarið á ábyrgð iðkenda og ber Golfstöðin ekki ábyrgð á hverskyns slysum eða meiðslum sem upp kunna að koma.


Aðgangur að Golfstöðinni er aðeins til handa þeim sem hefur greitt fyrir tíma og ábyrgð viðkomandi ófrávíkjanleg, hvort sem viðkomandi mætir í tímann eður ei.


Öll verðmæti iðkanda eru á eigin ábyrgð. Golfstöðin ber ekki ábyrgð á verðmætum hvort sem er í opnum rýmum eða læstum.


4. Kaup á tímum og greiðslur

Stakir tímar sem og samliggjandi eru seldir á vef Golfstöðvarinnar. Allir tímar eru greiddir fyrirfram. Aðeins er heimilt að nota golfherma þann tíma sem greitt hefur verið fyrir.


5. Umgengnisreglur

Aðgangur að Golfstöðinni er háður ákveðnum umgengnisreglum og með kaupum á tímum skuldbindur iðkandi sig til þess að fara eftir þeim. Vakin er athygli á því að Golfstöðin er alla jafna ómönnuð. Ítrekað er að allar æfingar innan stöðvarinnar eru iðkaðar á eigin ábyrgð og ber Golfstöðin ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum iðkanda á æfingu eða gesta.


Aðgangur er fyrir kaupanda og hans gesti og ber kaupandi fulla ábyrgð á öllum þeim gestum sem hann hleypir inn í stöðina!


Golfstöðin er vöktuð með myndavélakerfi og aðgangi stýrt með sjálfvirku aðgangsstýringarkerfi. Golfstöðin mun bjóða upp á áhöld til iðkunar og bjóða upp á varning til sölu í sjálfsafgreiðslu. Myndavélar fylgjast með notkun og kaupum og áskilja eigendur Golfstöðvarinnar sér rétt til að skoða upptökur vakni grunur um þjófnað eða skemmdarverk. Jafnframt áskilur Golfstöðin sér rétt til að gefa yfirvöldum aðgang að upptökum, vakni grunur um refsiverða háttsemi.


Iðkendur skulu ganga snyrtilega um og ganga frá öllum búnaði eftir sig. Æfingabúnaður er eingöngu ætlaður til æfinga og ber iðkandi ábyrgð á því að haga æfingum sínum þannig að hvorki hann né aðrir hljóti skaða af þeim.


Æfingastöð í sjálfsafgreiðslu getur aðeins gengið með góðri umgengni og samvinnu. Notendur eru vinsamlegast beðnir að láta sitt ekki eftir liggja.

Ef spiluð er tónlist þá skal það aðeins gert aðeins gert með samþykki annarra samtíða gesta í Golfstöðinni. Neyðarútgang úr Golfstöðinni skal einungis nota í neyð. Notkun myndavéla er frjáls í Golfstöðinni, en þó aðeins með fullu samþykki þess sem myndaður er. Öll notkun tóbaks, rafrettna, eitur- og hverskyns ávanabindandi lyfja er með öllu óheimil. Brot á reglum þessum heimila brottrekstur iðkenda úr stöðinni og bann við frekari aðgangi.

6. Greiðslur

Allir tímar og þjónusta er greidd í ISK og framkvæmd á www.golfstodin.is. Verð getur breyst án fyrirvara. 


Allar greiðslur berast Golfstöðinni og eru gerðar í gegnum greiðslusíðu Valitor sem hýst er af sölukerfi SalesCloud. Nánari upplýsingar um þeirra skilmála má finna á www.valitor.is og www.salescloud.is (athuga að persónuupplýsingum sem tengjast greiðslu á vöru er deilt með Valitor og SalesCloud til þess að greiðsla geti átt sér stað). Þegar greiðsla hefur borist í gegnum heimasíðuna fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu frá SalesCloud.

7. Endurgreiðsla

Gjafa- og inneignarkort fást ekki endurgreidd. Hægt er að fá endurgreitt fyrir skráningu í golfhermatíma 48 tímum áður en tíminn hefst með því að senda tölvupóst á golfstodin@golfstodin.is.


8. Upplýsingar, samskipti og geymsla

Golfstöðin er bundin af öllum viðeigandi lagaákvæðum sem varða vinnslu persónuupplýsinga hjá þeim, einkum reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679, frá 27. apríl 2016, um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almennu persónuverndarreglugerðinni) sem kom til framkvæmda 25. maí 2018.


Með því að samþykkja kaup samþykkir notandi að nafn, símanúmer og netfang ábyrgðaraðila sé vistað í öruggri geymslu Golfstöðvarinnar annars vegar og SalesCloud hins vegar. Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar til þess að kaup geti farið fram og hægt sé að hafa samband við ábyrgðaraðila vegna tímabókunar og hann geti komist í aðstöðu Golfstöðvarinnar á sínum bókaða tíma.


Með samþykki á kaupum gefur ábyrgðaraðili Golfstöðinni leyfi til að senda sér kvittun fyrir greiðslu, upplýsingar um miða og aðgang á skráð netfang og síðast en ekki síst SMS skilaboð sem áminningu fyrir bókaðan tíma.


Auk ofangreindra upplýsinga heldur Golfstöðin utanum tíma og dagsetningu sölu og bókunar, nýtta afsláttarkóða þegar við á, tímalengd bókana og höfð samskipti við viðskiptavini.


Tilgangur upplýsingaöflunarinnar er að geta haldið sem best utanum einstaka viðskiptavini og þannig veitt þeim sem besta þjónustu. Golfstöðin vill geta bent ábyrgðaraðilum á tækifæri varðandi lausa tíma, tilboð sem þeir kunna að hafa áunnið sér vegna notkunar, eða með öðrum hætti.

 

Golfstöðin áskilur sér því rétt til að senda upplýsingar með SMS eða tölvupósti á ábyrgðaraðila. Þó aðeins með hóflegum hætti. Ábyrgðaraðili getur hvenær sem er beðið Golfstöðina að fjarlægja upplýsingar um sig úr skrám ýmist í heild eða að hluta.


Golfstöðinni er heimilt að senda út kannanir til ábyrgðaraðila, sem þeir hafa val um að svara. Tilgangur þeirra kannanna er að efla þjónustuna. Golfstöðin kann að starfa með þriðju aðilum við gerð slíkra kannana, einkum háskólum eða öðrum rannsóknarstofnunum, en mun þá tryggja trúnað og að lögum og reglum um meðferð persónuupplýsinga sé fylgt. 


9.Fjarþjálfun, áskriftarfyrirkomulag

Með því að skrá þig í fjarþjálfun samþykkir þú að kortaupplýsingar séu geymdar hjá Valitor og gjald sé dregið af kortinu á fjögurra vikna fresti þangað til áskriftinni er sagt upp með tölvupósi á póstfangið golfstodin@golfstodin.is eða í gegnum fjarþjálfunarappið Trainerize. Eftir uppsögn hefur kaupandi aðgang að þjálfuninni út 4 vikna tímabilið sem þá er hafið. Að því tímabili loknu er aðgangi kaupanda að fjarþjálfunarappi frystur og hann hefur ekki aðgang að æfingunum eftir það. Engin ábyrgð er tekin á meiðslum eða óhöppum sem alltaf geta komið upp við æfingar.


10. Force majeure

Á við um truflun á starfsemi stöðvarinnar vegna ytri aðstæðna sem ekki eru á ábyrgð Golfstöðvarinnar, þ.e. aðstæðna sem eru ófyrirséðar og ekki hægt að koma í veg fyrir. Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir þegar hafið tímabil en iðkandi verður ekki krafinn um greiðslu vegna þeirra tímabila sem á eftir koma þar til ástandið er liðið hjá.


11. Lög og varnarþing

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Golfstöðinni á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.


12. Áskilnaður um breytingar

Golfstöðin áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum. Taka þær breytingar gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið birtir á heimasíðu Golfstöðvarinnar.


Síðast breytt: 9.júní.2023

Share by: