Attack angle segir þér í rauninni hvort þú sért að slá niður á kúluna eða upp undir hana.


Ef talan er mínustala er kylfan á leiðinni niður þegar hún snertir kúluna en ef hún er plús tala er kylfan á leiðinni upp frá grasinu þegar hún snertir kúluna. 


Við viljum að talan sé mínustala með öllum kylfum nema driver. Því við viljum slá niður á kúluna og svo má kylfan fara niður í grasið strax eftir að kúlan hefur skotist í burtu.


Með driver er kúlan tíuð upp og þá viljum við að kylfuhausinn sé búinn að ná sinni lægstu stöðu áður en hún kemur að kúlunni en sé farin að fara uppávið þegar hann lendir á kúlunni. Þannig náum við að lyfta kúlunni þrátt fyrir að höggflöturinn á drivernum sé frekar flatur (lítil gráða á honum).


P.s. ef þú færð plús tölu í herminum þá kemur það ekkert svo illa út, kylfan fer aðeins í gervigrasið áður en hún fer í kúluna og höggið verður styttra fyrir vikið. Hinsvegar þegar þú slærð á grasi mun kylfan líklega grafa sig ofaní jörðina fyrir framan kúluna og kúlan rúllar vandræðalega áfram. Þannig það er um að gera að reyna að venja sig á að slá kylfunni niður á kúluna og þannig fá upp mínustölu.



Club path, eða kylfuferill, segir þér hver stefna kylfunnar er þegar hún lendir á kúlunni. 


Ef talan er 0 er kylfan á þráðbeinni leið í sömu átt og þú ert að miða kúlunni. Ef talan er mínustala er kylfan á leiðinni til vinstri, sé horft á eftir kúlunni í skotstefnu en plústala þýðir að kylfan er á leiðinni til hægri eða í áttina frá kylfingnum. 


Þetta er stundum kallað "out-to-in" sem er þá mínustala og "in-to-out" sem er plústala. 


Ef talan er 0 er líklegast að þú sláir kúlunni beint, ef þú slærð í mínusferli  (út-inn) er líklegast að þú slæsir eða sláir fade skoti svo kúlan fari til hægri en ef þú slærð í plúsferli (inn-út) þá er líklegast að þú hookir eða sláir í drawferli og kúlan fari til vinstri. Þú gætir svo reyndar gert eitthvað allt annað ef þú opnar eða lokar kylfuhausnum mikið en það er annað mál. 




Club speed eða kylfuhraði er nákvæm mæling á hraða kylfuhaussins í þann mund sem hann lendir á golfkúlunni. Kylfuhraðinn segir til um það hvað kylfingur getur slegið kúlunni langt, en er þó engin trygging fyrir löngu höggi. 


Til þess að kúlan fljúgi langt þurfa aðrir þættir nefnilega að smella líka. Kylfan þarf að hitta kúluna með miðju kylfuhaussins, stefna kylfunnar þarf að vera æskileg og fleira og fleira. En höggið verður aldrei lengra en kylfuhraðinn bíður upp á. 


Aukning kylfuhraða um 1 mph getur lengt höggið um tæpa 3 metra með driver. Kylfuhraðinn er mestur með driver og lægri eftir því sem kylfan er styttri.



Share by: