TPI Hreyfigreining


Hreyfigreining gengur út á að skima hreyfingar þínar og meta liðleika, styrk og hreyfistjórn með tilliti til golfsins.

16 próf varpa ljósi á þína styrkleika og veikleika og gefa þér tækifæri til að vinna í þeim atriðum sem gætu verið að hefta æskilega golfsveiflu.


Bjarni Már Ólafsson sjúkraþjálfari framkvæmir greininguna en hún tekur tæpan klukkutíma. Í framhaldi færð þú sendar niðurstöður þar sem þú færð líkamleg "forgjöf", útskýringar á því hvaða þáttum þarf að vinna í og einnig er möguleiki að fá fjarþjálfunarplan sérstaklega til að vinna í þínum veikleikum.


Bjarni Már er með gráðu frá Titleist performance institute og prófið er framkvæmt samkvæmt þeim stöðlum.

Skráning - Óska eftir tíma

Share by: