• Athugaðu að kveikt sé á skjávarpanum. Hann teiknar línur á gervigrasið. Ef þú sérð ekkert á grasinu skaltu kveikja á skjávarpanum með hvítu fjarstýringunni (skjávarpinn er fyrir ofan skjáinn á púttherminum).  Það tekur smá stund fyrir skjávarpann að hitna og þá skýrast línurnar.
  • Gættu þess að kveikt sé á loftljósum í stöðinni, svo hermirinn sjái kúlurnar vel.
  • Á skjánum stillir þú svo hvað þú vilt gera í herminum. Practice fyrir allskonar púttæfingar. Play fyrir æfingamiðaða leiki. 
  • Ef hermirinn kemur upp með valmynd þegar þú ert að fara inn í æfingu eða leik í fyrsta skipti skaltu velja "enable ball tracking"
  • Lykilorðið er PuttView ef tölvan læsist og vill lykilorð.